RAF EHF SETUR UPP ELCORRECT HJÁ POLAR SEAFOOD

Polar Seafood leitaði til okkar vegna ástands rafmagnsmála um borð í flaggskipi útgerðarinnar, Polar Princess og var í framhaldinu ákveðið að gera nákvæma úttekt og greiningu um borð í skipinu. Niðurstaða þeirrar vinnu var að umtalsvert launafl var í rafkerfi skipsins sem og bæði truflanir og spennuflökt. 
Að niðurstöðuskýrslu lokinni hófst vinna við hönnun og uppsetningu á ElCorrect lausn sem sett var upp í skipinu í framhaldinu. Einnig var settur upp fjarvöktunarbúnaður sem gerir útgerðarstjórum kleift að fylgjast með ástandi rafmagnsmála um borð í rauntíma hvaðan sem er. 
Árangur þessarar vinnu var góður, orkunotkun skipsins sem var undir álagi 2600 A fyrir ræsingu ElCorrect lausnarinnar, fór niður í 1700 A. Bætt orkunýting er því 35% sem skilar sér í bættri eldsneytisnotkun, minni CO2 losun, lægri bilanatíðni og lengri líftíma rafbúnaðar. Þá vegur öryggisþátturinn þungt, en íkveikjur út frá rafmagni eru einn helsti orsakavaldur er kemur að eldsóhöppum úti á rúmsjó. 

 Hér að neðan má sjá skjámynd úr fjarvöktunarbúnaði sem sýnir Power Factor eftir ísetningu ElCorrect; 

Leave a Reply