Sprautuvél

Lausnir / Sprautuvél

Sprautuvélarkerfið Raf-S900 samhæfir kosti sprautuvélar, pækilblöndunar, pækilframleiðslu og skráningu á vinnsluþáttum. Pækilblöndunarkerfið, sem blandar í kör fyrir aftan sprautuvél og í sprautuvélina sjálfa, er innbyggt í sprautuvélinni. Með því er hægt að samtvinna vinnslu sprautuvélar og blöndunar á einum stað, sem auðveldar notanda að skipta á milli mismunandi afurðategunda yfir vinnsludaginn.

Sprautuvél með kælisíu, blöndunarkassa, blöndun í kör og karaband
  • Sprautuvél
  • Nálarhaus
  • Síun
  • Blöndun í sprautuvél
  • Blöndun í kör
  • Pækilblöndunarkerfi
  • Skráningarkerfi - SpGraf
  • Nálaþvottavél

Sprautuvél Raf-S900

Sprautuvél Raf - S900 er vél sem hefur sérstaklega verið hönnuð til sprautunnar á fiskafurðum með það að markmiði að hámarka nýtingu og gæði afurðarinnar. Þessum markmiðum er náð fram með nýjustu tækni sem geri notandanum kleift að stjórna vélinni á nákvæman og skilvirkan hátt.

 

 

 

KOSTIR SPRAUTUVÉLAR

  • Hámarks nákvæmni á sprautuþrýstingi og jafn þrýstingur á hverja nál, sem skilar betri afurð og aukinni nýtni
  • Uppskriftakerfi á vinnsluaðferðum sem heldur utan um stillingar á vélinni sem tryggir hámarks nýtingu í hverjum afurðaflokki
  • Tvísprautun möguleg
  • Hæðarskynjarar minnka óþarfa sprautun
  • 1232 grannar nálar sem sprauta þétt í afurðina sem skilar jafnari þyngingu og betra útliti eftir sprautun
  • Vélin er auðveld og þægileg í þrifum
  • Skilvirkur og notendavænn stjórnbúnaður sem fer fram á litasnertiskjá vélar
  • Skráningarkerfi fyrir vinnslu sprautuvélar
  • Íslenskt stýrikerfi
  • Fjartenging við stýribúnað vélar, fjarþjónusta, opnar möguleika á að fylgjast með vinnslu hvar sem er

Nálarhaus fyrir flök

Nálarhaus fyrir flattan fisk

Sprautuvél frá Raf getur bæði sprautað flök og flattan fisk. En fer það eftir hvaða nálarhaus er valinn. Hægt er að fá nálarhaus þar sem nálarnar sitja fastar og er notaður fyrir flök. Nálarhaus fyrir flattan fisk gefur nálum frelsi til að liftast upp ef þær rekast í bein. Hver nál hefur gorm sem þrýstir nálinni niður. 

Kælisía

Sía

Síun fyrir Sprautuvél er gerð með tveimur síuböndum sem sitja ofan á forðakari. Síböndin samanstanda af grófsíu (2mm möskvi) og fínsíu (1mm möskvi). Síuböndin hleypa aðeins vökva sem hefur farið í gegnum bæði bönd í forðakar. Ef þörf er á að kæla pækil og viðhalda ákveðið hitastig er hægt að fá kælisíu sem er með tvöföldu byrði fyrir kælimiðil. Hægt að fá kælipressu fyrir kælisíu, sjá mynd fyrir neðan.

Kælipressa

 

Blöndunarkassi

Sprautuvélin kallar á nýja blöndu þegar blanda í síu er undir lámarki. Lokar á blöndunarkassa ásamt hæðanema stjórna magni af vatni, pækli og íblöndunarefni samkvæmt uppskrift. Ef blöndunarkerfið er tengt við RAF-IBL skömmtunarstöðina er hægt að stjórna öllum aukefnunum og blanda þeim í pækilblönduna með sprautuvélinni. Kerfið skráir það sem blandað hefur verið yfir daginn og birtir það á litasnertiskjá. Með því að nota RAF-SPGraf skráningarkerfið er hægt að geyma þessi gögn í gagnagrunni.

Blöndun í kör

Þegar kar er sett í blöndunarstæði fer kerfið sjálfvirkt í gang og blandar þá pækilblöndu sem valin var. Blöndunarkerfi kara stjórnar einnig því afurðamagni sem sett er í karið með fiskskömmtunarbandi og stuðlar því að betri nýtingu

Blöndunarkerfi fyrir pækilblöndun, íblöndunarefni og lágfræðiefni

Pækilblöndunarkerfi Raf-BL3 er selt sem hluti af Raf-S900 sprautuvélarkerfinu eða sem sjálfstæð eining.  Búnaðurinn sér um að blanda pækilblöndu í tvö kör fyrir aftan sprautuvél og fyrir sprautuvélina sjálfa með mikilli nákvæmni, eða um +0,15 °B. Stjórn kerfisins fer fram á snertiskjá þar sem uppskriftakerfi heldur utan um pækilblöndu og sprautuvéla. Möguleiki er á skráningu lykilupplýsinga blöndunarkerfisins í skráningarkerfi Raf-SpGraf.

Skjáskot frá skráningarkerfi

SpGraf er viðbót sem heldur utan um og skráir lykilupplýsingar úr Raf-S900 sprautuvél og Raf-BL blöndunarkerfi. Hægt er að setja aflestrarforrit gagnagrunns upp á eins margar tölvur og þörf er á hjá notanda.

DÆMI UM SKRÁNINGAR

  • Hitastig pækils sem sprautað er með
  • Pækilblöndunaruppskriftir
  • Skráning á notkun allra efna í blöndun sprautuvélar
  • Blandaður karafjöldi
  • Notendaskráning
  • Vigtarskráningar vigtarkerfis
  • Þyngdaraukningaprufur

Nálaþvottavél

Með nálaþvottavél frá Raf einfaldast þrif á nálarhaus. Neðsta stykkið af nálarhausnum sem heldur öllum nálunum, sem og nálaviðhaldsplatan er komið fyrir í þvottavélina og fest með tveimur boltum. Þvottavélin fer ofan í hverja nál og sprautar vatni á miklum þrýsting í gegnum hana.

Mögulegt er að nota vélin til að þrífa nálar úr nálarhausum frá öðrum framleiðendum með smávægilegum breytingum.

Bæklingar fyrir sprautuvél og tengdan búnað:

RAF-S900 Sprautuvél Gagnablað
RAF-S900 SPRAUTUVÉL
RAF-BL3 PÆKILBLÖNDUNARKERFI
RAF-PF PÆKILFRAMLEIÐSLA
RAF-SPGRAF SKRÁNINGARKERFI
RAF-IBL-25 SKÖMMTUNARSTÖÐ
RAF-IBL-600 SKÖMMTUNARSTÖÐ
RAF-IBL-1000 BLÖNDUNAR- OG SKÖMMTUNARSTÖÐ
RAF-S900-K KÆLIKERFI

RAF-TH1200 Nálaþvottavél Gagnablað