Sjálfvirkni

Lausnir / Sjálfvirkni

Í yfir 20 ár hefur Raf unnið í því að hanna, forrita og setja upp stýringar fyrir hvers konar iðnað. Raf býr því að mikilli þekkingu og reynslu á slíkum lausnum og getur því boðið hagkvæmar heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína.

Raf hefur unnið við þurrkstýringar frá árinu 2000 og býður upp á stýringar með hraðvirkum þurrkferlum og uppskriftakerfi fyrir mismunandi hráefni. Raf býður upp á heildarlausn við hönnun, smíði og uppsetningu á þurrklefum af öllum stærðum. 
Raf hefur séð um hönnun og uppsetningu á mörgum smávirkjunum fyrir raforkubændur. Einnig er hægt að fá sjálfvirkan búnað við virkjunina svo sem sjálfvirkan gangráð, sjálfvirka hæðarstjórnun f. uppistöðulón, sjálfvirka samfösun og sjálfvirkni fyrir sölu inn á raforkukerfið.
Raf hefur margra ára reynslu af hönnun, uppsetningu og frágangi á sjálfvirkum stýringum fyrir vélbúnað í iðnaði. Raf tekur að sér að hanna, teikna, forrita og setja upp stýringar í vélbúnaðinn og býður því heildarlausn á þessu sviði.
Raf hefur í gegnum árin unnið við að tengja, forrita og setja upp loftræsti- og fóðurstýringar fyrir ýmiskonar landbúnað svo sem svínabú, kjúklingabú og kúabú. Raf hefur bæði verið að setja upp eigin stýringar eða stýringar frá þriðja aðila, t.d. Funki, Fancom og Skov.
Raf tekur að sér að hanna og setja upp stýringar og skjákerfi, sérsniðnar að þörfum notenda. Raf hefur mikla reynslu af fjölbreyttum verkefnum á þessu sviði og getur því tekið að sér jafnt stórar sem smáar sjálfvirkar stýringar og skjákerfi.
Raf hefur séð um að hanna, setja upp og þjónusta búnað fyrir fiskeldi, hvort sem það sé fóðurkerfi, súrefnisvökutun/stýring, dælustýring eða súrefnisframleiðsla.